Iclandic Art Today, 2009

Anna Líndal
Restraint

 

“The choice of the kitchen as an exhibition space makes a statement,” writes Anna Líndal in the pamphlet for the exhibition The Construction at Suðurnes Could Be Delayed. This statement, the culmination of research conducted by the artist in close cooperation with her students at the Iceland Academy of the Arts in Fall 2008, is that “everything that happens outside sneaks into your home and ends up on your plate.”
Such sentiments have been a recurrent theme in Anna Líndal’s work ever since her exhibition Borders in 2000. Prior to this show, her work evidenced a focus on the concept of womanhood and women’s social position in the home as realized through everyday activities. But more complex social and political issues emerged through Borders—matters related to nature’s and culture’s invasion of the private sphere of the home, which was portrayed in Anna’s installation as a loose arrangement of ordinary objects placed on cheap shelves. Among these objects are four televisions and VCRs, potted plants, family photographs, embroidered tablecloths, knickknacks, and a white teacup filled with a tangle of blue twine. There is a homey, living room feel to this set of shelves with their television screens. One of these televisions plays a video of the volcanic eruption at Vatnajökull, Iceland’s largest glacier, in 1998. Other screens show the Iceland Glaciological Society’s research expedition at Vatnajökull, a barefooted woman walking through the moorland, and a teenage girl reading tentatively from Njál’s Saga. Two of the videos represent opposing yet related visions of nature: one shows the uncontrollable force of the volcano, while the other shows the precise methods and measurements of a scientist. The aforementioned woman comes to know nature through her own bodily experiences as she explores the marshes. Unifying these different approaches to exploration is the thirst for a deeper knowledge of one’s surroundings.
Anna Líndal’s work echoes this thirst, whether it manifests itself in the collection of information or, alternatively, in the collection of objects—such as pincushions in the exhibition Branch Collection (2008). The pincushions have a close association with the threads or fibers that are repeated themes in the artist’s work, whether appearing as wisps of yarn, the dense warp and woof of tapestries, or embroidery or stitching. While the scientist maps out new glacial territories in the name of research, Anna follows in his footsteps by translating the cartographic process into embroidery on a canvas in her piece November 7th, part of the exhibition cold facts about hot ice cap (2005), turning scientific measurement into handcraft. Both are symbolic acts, work demanding patience and precision, undertaken in order to “capture” nature.
The dialogue between outside and inside, public discourse and private affairs, science and art, and culture and nature all deal with means of restraint as well as the unrestrainable. These dialogues have roots in Anna’s personal identity, which—in addition to her obvious roles as a woman and as an artist—includes being a mountaineer married to a geophysicist, whom she has accompanied on a number of scientific expeditions. As a result, the volcanic eruption at Vatnajökull is for her more than just a news item on television, but also connected to her personal life as scientific research coincides with her own study of society. Personal experience thus manifests as a general interrogation of different premises of perception as well as the actual influences of the media on day-to-day life.
Speculations about interactions between culture and nature that emerged in Borders have become all the more prominent in recent works, here drawing from other local events. In the Backyard (2003) and Hello Akureyri (2004) portray an increasing alienation from and distance between humans and nature. Icelanders are accustomed to the exalted manner in which the nation’s environment is portrayed, and they are prone to considering themselves nature lovers. While Borders still reflects such a self-assessment, Anna’s critique has become more pointed in In the Backyard. A teacup containing a crumpled piece of cloth with embroidery threads rests on the keyboard of a small, white laptop whose screensaver is an image of heavy machinery at work at Kárahnjúkar, an area in the highlands north of the Vatnajökull glacier that has become the construction site of the largest hydropower plant in Iceland. In Hello Akureyri, a video shot in the same area is part of an installation with a fully equipped pop-up camper. Inside, a small radio plays pop music that conflicts with the sound of loud machinery in the video. The construction itself is out of sight. Perhaps the camper is indifferent to whether or not the wilderness is left “untamed” or its resources harnessed to provide energy for heavy industry—as long as she herself may continue to comfortably engage in her own consumption. All of Anna Líndal’s videos are documentary, shot on location; her editing and production is simply a rearrangement of unaltered sequences. In this way, the artist recreates her relationship with reality while simultaneously exploring the social potential of the medium to give public voice to her own values..

Text by Margrét Elísabet Ólafsdóttir
Translation by Shauna Laurel Jones

 

Iclandic Art Today, 2009

Hömlur

„Að velja eldhúsið sem sýningarstað er yfirlýsing,“ segir Anna Líndal í bæklingi sýningarinnar Gæti tafið framkvæmdir á Suðurnesjum, sem var sett upp sem niðurstaða könnunar á tilteknu svæði, í náinni samvinnu listamannsins og nemenda hennar við Listaháskóla Íslands, haustið 2008. Yfirlýsingin felur í sér að „allt það sem gerist fyrir utan smeygir sér inn í hús og endar á þínum eigin diski. Þessi afstaða hefur verið leiðarstef í verkum Önnu Líndal frá því hún sýndi Jaðar árið 2000. Fram að því höfðu verk hennar fjallað um konuna og samfélagslega stöðu hennar inni á heimilinu, eins og hún birtist í hversdagslegum athöfnum. Í innsetningunni Jaðri  gera önnur og flóknari samfélagsleg og pólitísk viðfangsefni tengd menningu og náttúru innrás á einkasvæði heimilisins. Birtingarmyndir þeirra skarast í lauslegri uppröðun kunnuglegra hluta innan ramma ódýrrar hillusamstæðu. Meðal þeirra eru fjögur sjónvarpstæki og myndbandsspilarar, pottaplöntur, fjölskyldumyndir, útsaumaðir dúkar, skrautmunir ýmisskonar og hvítur kaffibolli fylltur blárri tvinnaflækju. Heimilisleg stofustemmning hvílir yfir hillusamstæðunni með sjónvarpsskjánum. Einn þeirra sýnir myndband af eldgosi sem varð undir Vatnajökli, stærsta jökli Íslands, árið 1998, en á hinum sjáum við rannsóknarleiðangur Jöklarannsóknarfélagsins á jöklinum, berfætta konu á gangi í mýri og unglingsstúlku lesa hikandi upp úr Njálssögu. Tvö myndböndin sýna andstæðar en þó tengdar myndir af náttúrunni; önnur er af stjórnlausum kröftum eldfjallsins en hin af nákvæmum mælingum vísindamannsins. Konan notar eigin líkama til að kynnast náttúrunni og gælir við votlendið. Það sem sameinar þessa ólíku rannsóknarleiðangra er þráin eftir dýpri þekkingu á umhverfinu. Verk Önnu Líndal bergmála þessa þrá, hvort heldur hún brýst fram með söfnun upplýsinga eða hluta á borð við nálapúðana sem sáust á sýningunni Greinasafn (2008). Nálapúðarnir eru nátengdir þráðunum sem koma fram sem síendurtekið þema í verkum Önnu hvort heldur sem lausir vöndlar, þéttofnir vafninar eða í saumavinnu. Vísindamaðurinn kortleggur ný landsvæði inni á jöklinum í því augnamiði að kanna og leggja undir sig svæði í formi þekkingar. Listamaðurinn fetar í fótspor hans með því að flytja kortlagninguna yfir á útsaumaðan dúk í verkinu 7 nóvember, sem var hluti af sýningunni Blákaldar staðreyndir um heitan jökul árið 2005. Þannig umbreytist vísindaleg mæling í handavinnu. Hvorutveggja eru táknrænar aðgerðir byggðar á nákvæmni og þolinmæðisvinnu, sem gripið er til í því augnamiði að fanga náttúruna.
Samtölin á milli þess sem er inni og úti, opinbert mál og einkamál, vísindi og listir, menning eða náttúra hverfast um stjórnleysi og hömlur. Þau spretta fram úr bakgrunni Önnu, sem fyrir utan hið augljósa hlutverk að vera kona og listamaður, er fjallgöngu- og útivistarkona gift jarðeðlisfræðingi sem hún hefur fylgt eftir í ótal vísindaleiðangra. Þannig upplifir hún eldgosið undir jöklinum ekki aðeins sem frétt á sjónvarpsskjá heldur atburð í einkalífinu á meðan rannsóknir vísindamannsins kallast á við hennar eigin stúdíur á samfélaginu. Hin persónulega reynsla er því sett fram sem almenn spurning um ólíkar forsendur skynjunar, en einnig um raunveruleg áhrif þess sem við upplifum í gegnum sjónvarpsskjáinn á daglegt líf. Vangaveltur um þetta samspil menningar og náttúru, sem kviknaði í framhaldi af verkinu Jaðar eru enn áleitnari í nýrri verkum og þá í tengslum við annarskonar atburði.  Í bakgarðinum (2003) og Halló Akureyri (2004) draga upp mynd af vaxandi firringu og fjarlægð manns og náttúru. Íslendingar eru vanir upphöfnum birtingarmyndum íslensks landslags og líta gjarnan á sjálfa sig sem náttúruunnendur. Ef Jaðar er ennþá nærri slíkri sýn er afstaðan orðin beittari og um leið gagnrýnni í Í bakgarðnum.  Kaffibolli með efnisbút og þráðum hvílir á lyklaborði hvítrar kjöltutölvu hvers skjávari sýnir  mynd af þungavinnuvélum að störfum í gljúfri Kárahnjúka, í auðninni norðan Vatnajökuls, byggingarsvæði stærsta raforkuvers á Íslandi. Í Halló Akureyri er myndband frá þessu sama svæði hluti af innsetningu með fullbúnu fellitjaldi. Inni í fellihýsinu glymur popptónlistin úr litlu útvarpstæki og kallast á við háværar vinnuvélar myndbandsins. Framkvæmdirnar eru utan sjónmáls, kannski vegna þess að tjaldvagnsbúinn telur ekki skipta máli hvort villt náttúran er áfram ótamin eða hamin til að framleiða orku fyrir þungaiðnað svo lengi sem hann sjálfur getur unað sér í faðmi neysluhyggjunnar. Öll myndbönd Önnu Líndal eru heimildarmyndbönd, tekin á vettvangi atburða. Úrvinnslan felst í endurröð án þess að einstökum myndskeiðum sé breytt. Þannig endurskapar listakonan samband sitt við raunveruleikann um leið og hún kannar möguleika miðilsins til að eiga rödd í samfélaginu.

Texti eftir Margréti Elísabetu Ólafsdóttir